Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2012 11:15

29 prósent makrílstofnsins við Íslandsstrendur

Í síðustu viku funduðu fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum og Noregi. Farið var yfir niðurstöður úr sameiginlegum rannsóknarleiðangri þjóðanna fyrr í sumar. Magn makríls á svæðinu var metið með upplýsingum um afla í togum sem tekin voru með reglulegu millibili. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar mældust í heildina 5,1 milljón tonna af makríl á rannsóknarsvæðinu og þar af 1,5 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu, eða um 29% af heildarmagni makríls á svæðinu. Í rannsóknarleiðangri árið 2011 var heildarmagnið áætlað 2,7 milljónir tonna og 4,8 milljónir árið 2010. Mismunandi heildarmagn er talið útskýrast af misstóru rannsóknarsvæði á milli ára, en árið 2010 var það minna en hin tvö árin. Því er tekið fram að heildarmagn sem hlutfall af stærð rannsóknarsvæðis gefi í skyn að heildarmagn makríls á svæðinu sé stöðugt á milli ára.

 

 

 

 

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir einnig: „Þó svo að niðurstöður þessar séu ekki enn lagðar til grundvallar að mati á heildarstofnstærð makríls innan Alþjóða hafrannsóknaáðsins (ICES), staðfesta þær líkt og leiðangrar fyrri ára, víðáttumikla útbreiðslu makrílsins. Þá sýna þær að elsti makríllinn ferðast lengst í sínum ætisgöngum í Norðaustur Atlantshafi á sumrin, en hann var einkum að finna vestast og nyrst á rannsóknasvæðinu.“ Í niðurstöðum rannsóknarinnar er einnig talað um að yfirborðssjávarhiti á rannsóknarsvæðinu hafi verið yfir langtíma meðallagi og þá sérstaklega við vesturströnd Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is