Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2012 11:43

Skagakonur hársbreidd frá umspilssæti

Skagakonur urðu að sætta sig við 0:1 tap fyrir Fjölni í lokaleik sínum í a-riðli 1. deildar sl. föstudagskvöld á Akranesvelli. Þær voru því aðeins hársbreidd frá því að komast í umspil við sigurvegarann í b-lið Fram, um sæti í efstu deild að ári. Jafntefli úr leiknum gegn Fjölni hefði dugað ÍA til að komast í annað sæti riðilsins, en liðið var með bestu markatöluna. Lokastaðan í a-riðli var sú að Fjölnir sigraði með 26 stig, Þróttur varð í öðru sætinu með 25 stig, ÍA kom næst með 24 stig og Höttur varð í fjórða sætinu með 22 stig. Hattarstúlku sigruðu Þrótt í síðustu umferð riðlakeppninnar.

Leikur ÍA og Fjölnis fór fram í hellirigningu á Akranesvelli á föstudagskvöldið. Gestirnir skoruðu mark sitt í fyrri hálfleiknum og náði Skagaliðið ekki að jafna leikinn þrátt fyrir hetjulega baráttu. Skagastúlkur geta þó borið höfuðið hátt. Þær hafa leikið marga flotta leiki í sumar og undanfarnar vikur hefur verið mikill og góður stígandi í leik liðsins. Elvar Grétarsson þjálfari hefur teflt fram 24 leikmönnum í meistaraflokki í sumar. Þannig að ekki er hægt að segja annað en breiddin sé mikil í kvennaboltanum á Akranesi og framtíðin björt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is