Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2012 03:57

Garðar í stuði þátt fyrir hrekkjabrögð kærustunnar

Garðar Gunnlaugsson framherjinn í ÍA liðinu hefur verið í miklu stuði að undanförnu. Hann skorar í hverjum leik og var öðrum fremur maðurinn á bak við góðan sigur Skagamanna á Grindvíkingum í síðustu umferð. Þetta þykir áhangendum ÍA mikið gleðiefni, en þegar Garðar kom heim úr atvinnumennsku í lok síðasta árs átti hann við erfið bakmeiðsli að stríða, auk þess sem hann var á þeim tíma að ganga í gegnum skilnað.

Í dag virðist allt vera upp á við hjá Garðari og er hann ekki kippa sér upp við það þótt kærastan sé með hrekkjabrögð. Þegar hann var búinn að sturta sig að leik loknum á sunnudagskvöldið og kominn út á planið við Jaðarsbakkalaugina, stóð bíllinn hans þar plastaður og skari af krökkum þar í kringum sem fannst þetta spennandi. Fotbolti.net vefurinn hefur eftir Garðari. ,,Kærastan mín var aðeins að hefna sín. Ég setti mynd af henni á netmiðlana sem ég mátti ekki setja inn,” sagði Garðar en á plastið var búið að skrifa: ,,Ég elska þig!”

 

 

 

 

 

Garðar þurfti að sjálfsögðu að rífa plastið af bílnum til að komast inn í hann, en hann segir að þetta sé ekki eini hrekkurinn sem kærastan hafi gert. „Hún setti líka auglýsingu inn á bland.is að ég væri með ódýra íbúð á leigu í 101 og síminn stoppaði ekki. Ég var fljótur að bregðast við og láta taka auglýsinguna út en ég fékk tíu símtöl á fimm mínútum. Ég ætla að vona að hún sé búin að hefna sín núna. Ég þarf að svara þessu einhvern veginn ef hún heldur áfram,” sagði Garðar léttur í bragði.

 

Sjá fleiri myndir Ingunnar Hallgrímsdóttir á www.fotbolti.net

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is