Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2012 10:42

Riðlakeppni lokið í þriðju deild

Þrjú lið af Vesturlandi spiluðu í C-riðli þriðju deildar í fótbolta í sumar; Kári á Akranesi, UMFG í Grundarfirði og Snæfell í Stykkishólmi. Síðasta umferð deildarinnar fór fram síðastliðinn laugardag. Kári tók á móti Snæfelli í Akraneshöllinni og sigraði 15-1. Sveinbjörn Hlöðversson settu sexu, Aron Sigurðsson skoraði tvö mörk, Eyþór Frímannsson, Bjarki Sigmundsson, Leó Daðason, Hörður Harðarson, Marteinn Vigfússon og Salvar Georgsson skoruðu eitt mark hver. Mark Snæfells og annað mark liðsins á tímabilinu skoraði Sveinn Skúli Pálsson. Fyrr í síðustu viku sigraðu Káramenn Þrótt á útivelli 0-4.

 

 

 

 

Grundfirðingar tóku á móti Hvíta Riddaranum úr Mosfellsbæ sl. laugardag og sigruðu þá 5-2. Fyrir leikinn var UMFG öruggt með þriðja sætið í riðlinum. Grundfirðingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá Heimi Þór Ásgeirssyni á 5. mínútu. Tryggvi Hafsteinsson bættu svo öðru marki við á 15. mínútu. Hvíti Riddarinn jafnaði metin með mörkum á 37. mín og 55. mín. Skömmu seinna á 57. mínútu kom Heimir Þór Ásgeirsson UMFG aftur yfir með öðru marki sínu. Ingólfur Örn Kristjánsson bætti við marki á 72. mín. og Danijel Smiljkovic gerði útaf við vonar Hvíta Riddarans á 85. mínútu. Fyrr í vikunni sigruðu Grundfirðingar Snæfell í Stykkishólmi 0-13.

Kári er í öðru sæti C-riðils þriðju deildar með 30 stig og markatöluna 52-18 og er með tryggt sæti í 8-liða úrslitakeppni þriðju deildar um tvö laus sæti í annarri deild fyrir næsta sumar. UMFG er í því þriðja með 27 stig og markatöluna 63-20 og mun mæta Létti í úrslitaleik um sæti í nýju þriðju deildinni næsta sumar. Snæfell endaði tímabilið á botni riðilsins með núll stig og markatöluna 2-175.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is