Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2012 03:41

Mótmæla álagningu fjallskilagjalds

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var kynnt bréf afréttarnefndar Borgarhrepps, Ystu-Tungu og Norðurárdals. Jafnframt var lagt fram bréf landeigenda í Norðurárdal frá 5. ágúst til afréttarnefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Stafholtstungna vestan Norðurár. Í bréfinu mótmæla landeigendur samþykkt nefndarinnar um að leggja fjallskilagjald á landverð jarða sem ekki hafa rétt til að reka á afrétt. Einnig er í bréfinu mótmælt áformum um að leggja niður skilaréttina að Brekku í Norðurárdal. Á fundi byggðarráðs var lögð fram bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar um erindið. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að láta kanna heimildir til að leggja fjallskil á landverð jarða sem ekki eiga afréttarafnot.

 

 

 

 

Sverrir Guðmundsson í Hvammi í Norðurárdal sem fer fyrir hóp mótmælenda gegn fjallskilagjaldinu á landverð jarða, telur litlar líkur á að það verði lagt á. Þegar það var lagt á fyrir allmörgum árum, féll dómur um að ekki væri heimild til þess, reyndar féll sá dómur um svæði í öðru héraði, og því hætt við álagningu þess. Sverrir segir jarðirnar í Norðurárdal frá Borgarhreppsafrétti að Þverárafrétti, beiti á eintóm heimalönd og hafi engan afrétt. Ástæða þess að sveitarstjórn hafi áformað að leggja umrætt fjallskilagjald á jarðirnar núna sé viðhaldkostnaðar við Brekkurétt. Sverrir telur af og frá að skilaréttin við Brekku verði lögð af, enda þar komið til réttar á þriðja hundrað fjár síðasta haust bara frá Hvammi og Sanddalstungu fyrir utan aðra bæi, flest úr Dölum. Langt sé til næstu réttar og því vandséð hagkvæmnin í því að leggja Brekkurétt af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is