Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 08:01

Nýtt met í ferðum á Snæfellsjökul

Ferðaþjónustan Snjófell á Arnarstapa er ennþá að fara með ferðalanga í skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul. Að sögn Sverris Hermannssonar hjá Snjófelli er hætt að fara upp á jökul um þetta leiti en hingað til hefur síðasta ferð verið farin í síðasta lagi 20. ágúst. Nú er hins vegar annað upp á teningnum. Þegar Skessuhorn heyrði í Sverri hafði Snjófell síðast haldið í ferð með gesti á mánudaginn, 27. ágúst. ,,Við stefnum á nokkrar ferðir upp á jökul á næstunni, svo lengi sem aðstæður leyfa. Lítil sem engin rigning er búin að vera undanfarið sem lengt hefur vertíðina hjá okkur. Góð veðurspá er í kortunum þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sverrir. Hann er búinn að sinna ferðum upp á jökul sl. sex ár en í heildina hafa skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul verið farnar frá Arnarstapa í hartnær þrjátíu ár.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is