29. ágúst. 2012 08:01
Ferðaþjónustan Snjófell á Arnarstapa er ennþá að fara með ferðalanga í skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul. Að sögn Sverris Hermannssonar hjá Snjófelli er hætt að fara upp á jökul um þetta leiti en hingað til hefur síðasta ferð verið farin í síðasta lagi 20. ágúst. Nú er hins vegar annað upp á teningnum. Þegar Skessuhorn heyrði í Sverri hafði Snjófell síðast haldið í ferð með gesti á mánudaginn, 27. ágúst. ,,Við stefnum á nokkrar ferðir upp á jökul á næstunni, svo lengi sem aðstæður leyfa. Lítil sem engin rigning er búin að vera undanfarið sem lengt hefur vertíðina hjá okkur. Góð veðurspá er í kortunum þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sverrir. Hann er búinn að sinna ferðum upp á jökul sl. sex ár en í heildina hafa skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul verið farnar frá Arnarstapa í hartnær þrjátíu ár.