Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 08:01

Nýtt met í ferðum á Snæfellsjökul

Ferðaþjónustan Snjófell á Arnarstapa er ennþá að fara með ferðalanga í skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul. Að sögn Sverris Hermannssonar hjá Snjófelli er hætt að fara upp á jökul um þetta leiti en hingað til hefur síðasta ferð verið farin í síðasta lagi 20. ágúst. Nú er hins vegar annað upp á teningnum. Þegar Skessuhorn heyrði í Sverri hafði Snjófell síðast haldið í ferð með gesti á mánudaginn, 27. ágúst. ,,Við stefnum á nokkrar ferðir upp á jökul á næstunni, svo lengi sem aðstæður leyfa. Lítil sem engin rigning er búin að vera undanfarið sem lengt hefur vertíðina hjá okkur. Góð veðurspá er í kortunum þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sverrir. Hann er búinn að sinna ferðum upp á jökul sl. sex ár en í heildina hafa skoðunarferðir upp á Snæfellsjökul verið farnar frá Arnarstapa í hartnær þrjátíu ár.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is