Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 09:15

Það sem náttúran gefur - sérblað fylgir Skessuhorni í dag

Í tilefni árstímans fylgir Skessuhorni sem kom út í dag sérblað sem við kjósum að nefna; Það sem náttúran gefur. Þar er sitthvað að finna sem snýr að nýtingu þess sem jörðin gefur af sér. Haustið er jú tími uppskeru af ýmsu tagi. Tíðarfar í sumar hefur verið með því móti að flestur gróður hefur vaxið afburða vel. Jörð kom frostlaus undan vetri og spretta hófst því snemma. Gróðri er vissulega misjafnlega vel við þurrviðri eins og einkenndi fyrri hluta sumars, en hér á Vesturlandi rigndi nánast ekki frá maíbyrjun og fram í júlí. Eftir það tók allur gróður mikinn vaxtarkipp og t.d. grasið græna er enn í mikilli sprettu þótt komið sé fram undir lok ágústmánaðar. Trjágróður hefur vaxið afar vel í sumar á vestanverðu landinu. Lággróður á borð við berjalyng tók snemma við sér, blómgaðist snemma og nú hefur iðjusamt berjatínslufólk verið að í rúman mánuð. Koppar og kirnur eru þannig fullar af berjum eftir sumarið. Fólk tínir sveppi í sósur og súpur enda er víða á þessu svæði að finna gjöful svæði til sveppatínslu, meðal annars kóngasveppinn, einn vinsælasta svepp til matargerðar í gjörvallri Evrópu.

Þá fjöllum við einnig um svokallaða ofurfæðu í þessu nýjasta tölublaði, en undir þann flokk fæðu falla m.a. fjallagrös, þang, bláber og krækiber. Þótt gróður sé þema blaðsins er einnig dreypt á afurðum sem verða til á næsta stigi fæðiskeðjunnar. Annars vegar dúntekju og hreinsun og hins vegar býflugnarækt sem virðist bera ríkulegan ávöxt ef marka má hunangsframleiðslu flugnanna.

 

Missið ekki af stútfullu Skessuhorni af fróðleik um það sem náttúran gefur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is