Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 10:31

Rík hefð fyrir dúntekju á Mýrum

Víða við Breiðafjörð og Faxaflóa er dúntekja stunduð af fullum krafti. Nýtingin byggir á gamalli hefð en ætla má að Íslendingar hafi um langan aldur nýtt hlýjan dún æðarfuglsins. Fuglinn verpir víða meðfram stöndum landshlutans, ekki síst í eyjum og skerjum við Mýrar. Í Knarrarnesi á Mýrum nýta landeigendur æðardún af natni en nýtingin byggir á langri vinnsluhefð sem fyrri ábúendur í eyjunni, Knarrarnessystkini hafa markað.

 

 

 

Virðing borin fyrir æðarfugli

Að sögn Jóns Georgs Ragnarssonar eins landeigenda í Knarranesi fer framkvæmd dúntekju fram í afar góðri sátt við fuglinn og náttúruna. „Dúntekja fer fram á vorin og í upphafi sumars á varptími kollunnar. Þá liggur fuglinn á eggjum sínum. Tekjan fer þannig fram að við tínum dún úr hreiðrinu en kollan sér sjálf um að reita sig,“ segir Jón sem áherslu á að hér á landi eru ekki stunduð þau slæmu vinnubrögð að menn reiti lifandi fuglinn. Mikil virðing er borinn fyrir fuglinum sem er stór karakter. „Við erum að jafnaði að fara í fyrstu ferð til dúntekju í Knarrarnes um mánaðamótin maí-júní og förum að jafnaði í þrjár til fjórar ferðir á hverju tímabili. Alls nytjum við 34 eyjar í landi Knarrarness. Fuglinum líður vel í námunda við mannfólk og finnur til öryggis í kringum okkur,“ bætir Jón við en æðarfugl hefur verið alfriðaður á Íslandi síðan árið 1849.

 

Nánar má fræðast um dúntekju og þurrkun á dúni í Skessuhorni sem kom út í dag, en þar má meðal annars finna sérblað um það sem náttúra Vesturlands gefur af sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is