Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 12:01

Ný fiskverksmiðja Skagans uppsett og vinnsla hafin í Færeyjum

Fyrr í þessum mánuði var gangsett ný og fullkomin verksmiðja á Suðurey í Færeyjum þar sem byrjað er að vinna og frysta makríl til útflutnings. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 600 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring. Kaupandi hennar er færeyska uppsjávarveiðifyrirtækið Varðin-Pelagic P/F. Hönnun og smíði var samstarfsverkefni Skagans hf á Akranesi, sem hélt utan um verkefnið og framleiddi auk þess vinnslubúnaðinn, og Kælismiðjunnar Frosts á Akureyri sem smíðaði frystibúnaðinn. Auk þess kom fjöldinn allur af undirverktökum við sögu enda þurfti verkefni þetta að vinnast hraðar en þekkst hefur með verkefni af þessari stærðargráðu.

Ýmislegt vekur athygli nú þegar verksmiðjan er gangsett og farinn að vinna verðmæti fyrir færeyska fyrirtækið og samfélagið allt í Færeyjum. Í fyrsta lagi eru einungis fimm mánuðir frá því skrifað var undir samning um smíði verksmiðjunnar og hefur þessi undraverði hraði vakið athygli langt út fyrir landsteina Íslands og Færeyja. Rætt er um að heimsmet hafi verið slegið á því sviði. Í öðru lagi mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskt hugvit, sem þróað er í samstarfi við íslenskar uppsjávarvinnslur, er leitt saman í svo stóru verkefni og flutt út, en samanlagt verðmæti verksmiðjunnar er á fjórða milljarð íslenskra króna. Á tímum sem ekki er of mikla atvinnu að hafa á Íslandi munar því um minna þar sem hundruð íslenskra starfsmanna hafa komið að verkinu auk Færeyinga sem tóku þátt í uppsetningu verksmiðjunnar á Suðurey. Starfsmenn lögðust á eitt og frestuðu töku sumarleyfa til verkefnið næðist á tilsettum tíma.

 

Nánar má lesa um verkefni Skagans og samstarfsaðila í Færeyjum í Skessuhorni vikunnar. Rætt er við Ingólf Árnason framkvæmdastjóra Skagans. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is