Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 11:01

Hunangsflugur á Miðhrauni

Á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi eru Bryndís Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson að rækta hunangsflugur. Ekki er langt síðan þau hófu ræktunina en svo virðist sem vel sé að rætast úr henni. „Þetta er annað sumarið sem við erum með hunangsflugurnar. Veturinn 2010-11 fórum við á námskeið hjá Agli formanni Býflugnaræktendafélags Íslands. Það var stór hópur sem fór á þetta námskeið og allir keyptu sér bú eftir námskeiðið. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel síðan. Við fengum flugurnar, sem eru frá Álandseyjum og Svíþjóð, um miðjan júní í fyrra og það sumar fengum við yfir 20 kíló af hunangi. Í sumar eru við komin með hátt í 50 kíló og eigum eftir að taka meira hunang í lok þessa mánaðar. Þá tökum við restina og gefum þeim sykurvatn sem þær nota sem veturforða," segir Bryndís.

"Um leið og það kemur frost, þá setjum við flugurnar inn í skúr svo þær skafi ekki á kaf, en það kemur mikill snjór hérna undir hrauninu. Sumir geyma þó búin í skjóli yfir veturna. Flugurnar þurfa að geta haldið 34-36 gráðu hita á búinu yfir veturinn. Það hefur verið vandamál hérna í Íslandi að mikið af hunangsflugunum deyr yfir veturinn, en við náðum búunum mjög vel undan vetri,“ bætir Bryndís við.

 

Nánar má fræðast um býflugnaræktina á Miðhrauni í Skessuhorni vikunnar þar sem finna má sérblaði um það sem náttúra Vesturlands gefur af sér. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is