Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 11:09

Opna ís-og booztbúð á Akranesi

Á næstu dögum kemur til nýjung í verslunarrekstri á Akranesi þegar systurnar Margrét og Úrsúla Guðmundsdætur opna ís- og booztbúðina Yogi. Þær stefna á opnun sunnudaginn 2. september en verslunin verður í verslunarmiðstöðinni við Dalbraut í rými þar sem Apótekarinn var síðast til húsa. Systurnar eru ungar að árum, Margrét 20 ára og Úrsúla 24 ára. Í samtali við Skessuhorn sögðu þær að Yogi yrði svipuð verslun og ís- og booztbúðir í Reykjavík, sem notið hafa mikilla vinsæla. Hráefnið í booztið er að uppistöðu til ávextir, skyrboozt og safaboozt. Boðið verður upp á jógúrtís í sjálfsafgreiðslu og einnig verður ísvél í Yoga með venjulegum rjómaís.

 

 

Aðspurðar sögðu þær Margrét og Úrsúla að sumarið hafi að mestu farið í undirbúning fyrir opnun búðarinnar og verkefnið væri mjög spennandi. Þær væru fullar bjartsýni á að Akurnesingar og nágrannar taki þessari nýjung vel. Opnunartími Yoga verður klukkan 9-22 virka daga og kl. 11-22 um helgar. Þær reikna með að vinna mikið sjálfar í búðinni en verða með þrjá starfsmenn með sér. „Það er reyndar öll fjölskyldan sem stendur að baki okkur, þannig að við erum ekki alveg einar í þessu,” sögðu þær Margrét og Úrsúla, sem trúlega eru meðal þeirra yngstu sem lagt hafa út í atvinnurekstur á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is