Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 02:01

KR-ingarnir stóðu við veðmálið

KR og ÍA voru hér á árum áður óumdeild stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Í hugum margra er svo enn í dag og rígurinn er meiri milli þessara félaga en flestra ef ekki allra annarra í landinu. Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa Skagamenn og KR-ingar hlið við hlið. Fyrir heimaleik ÍA gegn KR í annarri umferð Pepsídeilarinnar í vor kom upp veðmál milli Skagamannsins Einars Ásgeirssonar og KR-inganna Erlendar Ólafssonar og Þórarins Magnússonar. Veðmálið snérist um að þeir félagarnir Erlendur og Þórarinn kæmu upp á Skaga og máluðu félagsmerki þess liðs sem bæri sigur úr bítum í leiknum á útvegg heimilis Einars við Háholt 1 á Akranesi. Eins og Akurnesingum jafnt og KR-ingum er í fersku minni vann ÍA 3:2 sigur í dramatískum leik. Þeir Erlendur og Þórarinn komu svo á Skagann í dag til að standa við veðmálið og máluðu ÍA merkið á gafl bílskúrsins við Háholtið. ÍA merkjum á húsgöflum og skiltum á Akranesi fjölgaði því um eitt við þetta veðmál.

 

 

 

 

Einar og þeir KR-ingarnir voru kampakátir þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði. Þeir Erlendur og Þórarinn sögðu að það hefði ekki annað komið til greina en að standa við þetta veðmál, þótt sigur Skagamann í leiknum hafi verið óverðskuldaður. „Þótt við höfum aðeins misst dampinn í deildinni að undanförnu erum við þó komnir með einn titil,” sögðu þeir. „Það er alltaf gaman að vinna KR-inga og þeir eru að standa við sitt þótt það hafi tekið allt sumarið að fá þá hingað til að mála merkið. Mér fannst rétt að semja um að það yrði málað á bílskúrinn, því ég vildi náttúrlega alls ekki fá KR merkið á húsgaflinn ef illa færi,” sagði Einar í gamansömum tón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is