Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2012 03:01

Deildartunga á Akranesi og saga systkinanna sem þar ólust upp

Í gamla bæjarhlutanum á Akranesi eiga húsin sín nöfn ennþá, þó þau hafi haft götunúmer í áratugi. Ef þessi hús hefðu mál gætu þau sagt mikla sögu um fólkið sem þar hefur búið og kannski ekki síður breyttar aðstæður á Skaganum frá því þau voru reist á fyrri hluta síðustu aldar eða jafnvel fyrr. Ljóst er að væst hefur mjög um mörg húsanna, ekki síst þau sem standa nálægt sjónum, einkanlega áður en brimvörn kom meðfram ströndinni. Eitt þessara húsa er Deildartunga, sem stendur við Bakkatún 18, spölkorn frá Slippnum. Á krepputímanum og vel fram yfir seinna stríð ólust upp í þessu húsi átta systkini sem öll eru enn á lífi og með „fúlle femm” eins og gjarnan er sagt. Sex þeirra hittust á dögunum og rifjuðu upp gamlar minningar í viðurvist blaðamanns Skessuhorns, en tvö áttu ekki heimangengt þennan dag. Komið var saman á heimili Gísla S. Sigurðssonar á Akranesi en hann er eini strákurinn í systkinahópnum, eða prinsinn í hópnum eins og systurnar kalla hann.

Deildartunga byggt út úr Deild

Aðspurð Deildartungu, nafnið á húsinu, hvort það hafi tengingu upp í Borgarfjörð, segja þau það alls ekki vera, þó svo að afi þeirra og amma frá móðurinni, Guðlaug Ólafsdóttir, hafi komið ofan úr Stafholtstungum og síðast búið á Beigalda áður en þau fluttu á Skipaskaga 1902. Ólafur Ólafsson og Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir keyptu þá húsið Deild sem var lítið timburhús með áfastri steinhlaðinni skúrbyggingu. Nafnið á Deild er talið tengjast því að húsið var á sínum tíma deild eða hluti af eignum barónsins á Hvítárvöllum. Þegar Guðlaug Ólafsdóttir hóf búskap með manni sínum Sigurði Guðmundssyni keyptu þau lítinn skika eða tungu úr þeirri lóð sem fylgdi Deild. Þannig er nafnið Deildartunga tilkomið, en langt er síðan að Deild var rifin.

 

Lesa má viðtal við systkinin frá Deildartungu á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is