Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 09:01

Flóra Reykholtsdals nýtt í smyrslagerð

Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir í Hönnubúð í Reykholti hefur fengist við athyglisverða nýtingu á völdum grastegundum í Reykholtsdalnum. Úr grösunum býr hún til smyrsl og krem sem eru nytsamleg við allskyns kvillum. Sjálf er hún lærður ilmkjarnaolíunuddari og notar hún eigin afurðir við nuddið. „Í sumar hef ég verið að búa til olíur úr margskonar jurtum. Hver jurt hefur sína eiginleika og getur virkað á ýmsan máta. Dæmi um jurtir sem ég hef unnið olíu úr eru vallhumall, birkilauf, baldursbrá, mjaðurt og haugarfi,“ segir Jóhanna.

 

 

 

 

Flóra Íslands er margbreytileg og er hægt að blanda saman ólíkum plöntum við gerð smyrsla. Skemmtilegast finnst Jóhönnu þó að blanda nuddolíur fyrir einstaklinga eftir þörfum hvers og eins. Það býður tilraunstarfsemi heim. „Til dæmis gerði ég eina tegund sem ætluð var börnum. Arfaolían er einstaklega kælandi smyrsl og getur virkað vel sem „after sun“. Hún er einstaklega rakagefandi sem hentar vel fyrir börn. Þá hef ég búið til blöndu sem er afar græðandi en hún er sambland af vallhumal, haugarfa og mjaðurt, en sú síðasttalda er bakteríuhemjandi,“ bætir Jóhanna við.

 

Sérstaktf sérblað um það sem náttúra Vesturlands gefur af sér fylgir Skessuhorni vikunnar. Sjá má fleiri myndir frá vinnsluferli smyrslagerðar í blaðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is