Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2012 06:01

Borgarfjörðurinn er gósenland fyrir þá sem vilja vinsælasta skógarsvepp Evrópu

„Það eru til um áttatíu tegundir af villtum matsveppum hér á landi, en alls vaxa um 700 hattsveppir á Íslandi. Ég hef samt oft sagt við fólk að nóg sé að þekkja eina æta tegund til að byrja sveppatínslu, síðan má bæta eins og tveimur tegundum við á ári og þá er fólk orðið fullnuma í þessu á 40 árum,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðsson skógvistfræðingur og prófessor við Landbúnaðaháskóla Íslands en hann er einn helsti nytjasveppafræðingur landsins. Bjarni segir áhuga fyrir sveppatínslu hafa aukist mikið á síðustu árum. „Það kom vakning fyrir þessu upp úr 1970 og aftur um 1990. Þetta hefur gengið í bylgjum í gegnum tíðina og tók svo gríðarlegan kipp aftur núna við kreppuna," segir Bjarni.

„Við eigum fjársjóð af ónýttum veislumat út allt land og útlendingar sem hingað flytja eru undrandi á að við skulum ekki nýta sveppina betur. T.d. fólk sem hefur flust hingað frá Austur-Evrópu og Skandinavíu, en þar er mikil og rík hefð er fyrir notkun villisveppa. Þá hefð höfum við Íslendingar ekki í eins ríkum mæli,“ bæti Bjarni Diðrik við, sem verður með námskeiðum sveppanytjar, sem haldið verður í Borgarnesi í samstarfi endurmenntunardeildar LbhÍ og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á sunnudaginn.

 

Sjá nánar í Skessuhorni í vikunnar, en þar má meðal annars finna sérblað um það sem náttúra Vesturlands gefur af sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is