Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 10:01

Listrænt náttúrubarn sem ber hag náttúru, manna og dýra fyrir brjósti

Sigríður Ævarsdóttir heldur úti framleiðslumerkinu Kúnsthandverk, sem sérhæfir sig í framleiðslu á gjafavörum úr íslensku handverki. Vörurnar sem komnar eru á markað eru tileinkaðar íslenska hestinum og meginframleiðslan um þessar mundir sex tegundir gjafakorta sem hægt er að nota við ýmis tækifæri. Þótt myndlistaráhugi Sigríðar hafi að mestu legið í láginni um árabil, hafði lengi blundað í henni að gera meira úr honum þegar tækifæri gæfist.  „Ég tók á sínum tíma alla þá myndlistaráfanga sem í boði voru í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hóf síðan nám við Myndlistarskólann í Reykjavík,“ segir hún.

„En ég fann mig ekki þar, var þá flutt hingað í Borgarfjörðinn og þurfti því að keyra á milli, auk þess sem mér fannst ég ekki alveg passa inn, hinir nemendurnir voru allir svo miklir listamenn, bæði í hugsun og útliti. En ég tók mig ekki alvarlega sem slíka, var svona meira að prófa hvort þetta væri mín hilla. Svo að ég hætti bara, byrjaði að búa og hafði í framhaldinu öðru að sinna.“

 

Viðtal vikunnar um handverk og list á Vesturlandi við Sigríði Ævarsdóttur má lesa í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is