Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 03:01

Fór barnung daglega með hálfa milljón í sparisjóðinn

Trúlega þykir flestum íbúum Akraness það ótvíræður kostur að steinsnar er úr þessum gamla útgerðar- og iðnaðarbæ í sveitina. Ása Helgadóttir Heynesi II í Hvalfjarðarsveit er ekki síst meðvituð um það. Hún er borinn og barnfæddur Akurnesingur en öðlaðist sterkar rætur í sveitinni þegar hún var sumarbarn hjá ömmu sinni og afa við Hvítá. Þegar komið var á fullorðinsárin fóru Ása og maður hennar Halldór Sigurðsson að svipast um eftir jarðnæði í sveitinni. Atvikin höguðu því þannig að það fékkst á Heynesi hjá nafna og frænda Halldórs, Halldóri Kristjánssyni bónda. Ása og Halldór byrjuðu að byggja upp á Heynesi II árið 1981 og um svipað leiti stofnuðu þau fyrirtæki sitt Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar sem starfrækt hefur verið á Akranesi síðan.

Lítill tími gafst því til að sinna uppbyggingunni á Heynesi II, eins og þau langaði til, fyrr en hrunið varð haustið 2008. Þá dróst rekstur verktakafyrirtækja saman og það hafa þau Ása og Halldór nýtt til að hlúa að sínum unaðsreit. Trjá- og garðagróður setur nú mikinn svip á híbýli þeirra auk þess sem þau hafa ráðist í snyrtingu og fegrun á landareigninni. Þá er unnið þar að framkvæmdum eins og byggingu reiðvallar, en Halldór hefur mikla ánægju af hestamennsku.

 

Rætt er við Ásu Helgadóttur í Heynesi II í Hvalfjarðarsveit í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is