Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 06:30

Leikskólinn Verslo vígður í Kenía – hópur Skagamanna heiðursgestir

Þann 4. ágúst sl. var vígður hundrað barna leikskóli í Afríku, nánar tiltekið í Vestur Keníu. Það væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að skólinn heitir Versló og er alfarið byggður fyrir íslenskt söfnunarfé, þar á meðal frá skólabörnum á Akranesi. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni var tíu manna hópur Skagamanna á ferð um vesturhluta Keníu nú í ágúst. Var hópurinn að kynna sér öflugt hjálparstarf sem Keníumaðurinn Paul Ramses Oduor og kona hans Rosemary hafa byggt upp þar á síðustu árum undir formerkjum Tears children. Hjálpartarfið snýst einkum um að styðja munaðarlaus börn til mennta og einstæðar mæður til sjálfshjálpar, en eyðnifaraldurinn hefur höggvið stór skörð í raðir Keníumanna eins og annarra í álfunni.

 

Að sögn Kristins Péturssonar, eins Keníufaranna, var ferðin afar lærdómsrík, enda deildi hópurinn kjörum með fulltrúum samtakanna í bænum Got Agulu við Viktoríuvatn og fékk þar einstaka innsýn í líf og aðstæður íbúanna. Hópurinn bjó að vísu í hefðbundnu húsi með rafmagni sem knúið var af ljósavél, en eldamennskan fór fram yfir opnum eldi í bakgarðinum og allt í kring bjó fólk í litlum moldarhýsum með stráþökum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is