Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 12:19

Kvikmyndin Hross tekin upp í Borgarfirði - Fólk vantar til að taka þátt í stóðrétt

Íslenskir kvikmyndagerðar-menn vinna nú að tökum á kvikmyndinni Hrossi í uppsveitum Borgarfjarðar. Tökur hófust 13. ágúst sl. og munu standa yfir til 8. september. Tekið er aðallega upp á þremur bæjum í Hvítársíðu þar sem aðalsöguhetjurnar í myndinni búa. Bæirnir eru Hvammur, Hallkelsstaðir, Fróðastaðir og Fljótstunga. Einnig eru senur teknar upp á Kaldadal og að Hraunsási í Hálsasveit. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Benedikt Erlingsson en framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson. Í samtali við Skessuhorn sagði Benedikt Erlingsson að í myndinni væru hross í forgrunni. „Sagan sem myndin greinir frá er nokkurskonar innansveitarkrónika þar sem sögupersónurnar, sem búa á mörkum sveitarinnar og hálendisins, eru í stöðugri glímu við náttúruöflin, bæði innri og ytri," segir Benedikt.

Síðasta tökudag myndarinnar verður sett upp stóðrétt í Þverárrétt og vill Benedikt hvetja alla Borgfirðinga til að fjölmenna í réttina. Hvetur hann einnig hestafólk til að taka hross sín með sér. „Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins. Því hvet ég fólk til að kanna hvað leynist í geymslunni og mæta í peysum og fatnaði frá þeim tíma. Annars er það bara lopapeysan,“ segir Benedikt.

 

„Planið er að reka stóðið einhvern spöl og draga svo í dilka. Síðan í lok dags munum við vera með hrossauppboð og partí fyrir þátttakendur um kvöldið í félagsheimilinu við Þverárrétt með rándýrum skemmtikröftum að sunnan. Ef fólk vill selja hross er þetta upplagt tækifæri til þess að koma því í góðar hendur,“ segir Benedikt að endingu.

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru hvattir til að senda póst á hross.adstod@gmail.com en hringja má í Birtu í síma 772-7662 til að nálgast frekari upplýsingar.

 

Þess má geta að nú fer upptaka af töku úr myndinni eins og eldur í sinu um netheima, þar sem Kjartan Ragnarsson leikari fellur af baki í tökum í Fljótstungu. Ekki varð Kjartani meint af fallinu. Sjá má myndbandið á Þúskjá (YouTube) hér.

 

Áætlað er að frumsýning kvikmyndarinnar verði haustið 2013.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is