Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 09:44

Tökur á Hollywood kvikmynd hafnar á Vesturlandi

Vestlendingar hafa ekki farið varhluta af ferðum bandarísks kvikmyndagerðar-fólks frá Hollywood um landshlutann í sumar. Kvikmyndagerðar-fólkið er hingað til lands komið vegna framleiðslu á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Leikstjóri er Ben Stiller en hann fer einnig með aðalhlutverkið í myndinni. Tökur fara fram á þremur stöðum á Vesturlandi; í Grundarfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hófust tökur í Grundarfirði á mánudaginn. Teknar voru upp nokkrar senur og varð að stöðva umferð um Grundargötu meðan á þeim stóð. Þá verða fleiri senur teknar upp á næstu dögum í bænum, m.a. við Grundarfjarðarhöfn, en einnig á völdum stöðum á Suðurlandi og austur á Seyðisfirði samkvæmt heimildum blaðsins. Tökur í Borgarnesi hefjast um helgina en í Stykkishólmi um miðjan september.

Lesa má umfjöllun um tökustaði og umsvif kvikmyndatökufólks frá Hollywood í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is