Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 07:30

MB formlega Heilsueflandi framhaldsskóli

Á mánudaginn varð Menntaskóli Borgarfjarðar formlega þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Verkefninu er stýrt af landlæknisembættinu og er verkefnisstjóri þess Héðinn Svarfdal Björnsson. Verkefnið byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að aukinni vellíðan allra í skólasamfélaginu og auknum árangri nemenda og kennara í starfi. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur skólameistara MB var síðasta skólaár undirbúningsár verkefnisins. Þá var lögð áhersla á næringu  og nemendum og starfsfólki skólans meðal annars boðinn hafragrautur í fyrstu frímínútum á morgnana. „Framtakið mæltist afar vel fyrir og þáðu margir nemendur og starfsfólk hafragraut. Áfram verður boðið upp á hafragraut á skólaárinu sem nú er hafið,“ segir Kolfinna.

Í vetur mun skólinn jafnframt leggja áherslu á hreyfingu og næringu áfram. „Varðandi hreyfingu þá eru uppi hugmyndir meðal nemenda um að hrinda af stað átaki sem yrði unnið í samstarfi við dansskólann og fleiri aðila. Íþróttasviðið hjá okkur er vinsælt og það styður við stefnu skólans. Matráður skólans er að prófa nýjungar í mötuneytinu sem hafa hlotið góðar viðtökur í upphafi skólaárs þar sem nemendum gefst kostur á velja milli heitra máltíða og þess að kaupa litlar skyrdósir og eða grænmetisöskjur,” bætir Kolfinna við.

 

Vegna formlegrar þátttöku MB í verkefninu afhenti Héðinn Svarfdal skólanum að gjöf skilti og fána verkefnisins til staðfestingar þátttöku skólans. Þá fengu allir nemendur og starfsmenn afhenda vatnsbrúsa merkta verkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is