Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 09:41

Natríumklóratverksmiða þarf ekki í umhverfismat

Fyrr í sumar var úrskurðað í umhverfis-ráðuneytinu að hugsanleg natríumklórat-verksmiðja á Grundartangi þurfi ekki að fara í umhverfismat. Það var finnska fyrirtækið Kemira sem sumarið 2011 spurðist fyrir um mögulegt athafnasvæði á Grundartanga. Sambærilega fyrirspurn sendi fyrirtækið einnig vegna athafnasvæðis á Bakka við Húsavík. Í framhaldi fyrirspurnar Kemira í fyrrasumar barst umhverfisráðuneytinu stjórnsýslukæra í október 2011 frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 19. september sama ár þar sem því var mótmælt að fyrirhuguð verksmiðja skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

 

 

 

Í kæru Umhverfisvaktarinnar segir að nokkrir veigamiklir þættir liggi henni til grundvallar. Samlegðaráhrif mengunar af völdum stóriðju á Grundartanga á líffríki og náttúru séu ekki þekkt. Rannsaka þurfi hættu á mengunarslysum og hvort landbúnaði við Hvalfjörð stafi hætta af aukinni mengun vegna fyrirhugaðrar verksmiðju. Þá þurfi einnig að rannsaka áhrif efnistöku af botni Hvalfjarðar. Umhverfisráðuneytið hafnaði kröfum kærenda. Bæði aðalkröfunni um að framkvæmdinni verði gert að sæta umhverfismati og varakröfunni um að málið yrði sent aftur til Skipulagstofnunar til löglegrar meðferðar. Ráðuneytið féllst á mat Skipulagsstofnunar að ekki væri hægt að meta sammögnunaráhrif verksmiðjunnar með öðrum iðnaði á Grundartanga. Ráðuneytið var ekki sammála Umhverfisvaktinni um að Skipulagsstofnun hefði ekki sinnt skyldu sinni að kanna réttmæti skýringa framkvæmdaraðila á þeirri hættu sem felist í geymslu og notkun hættulegra efna og áhrifum þess ef eitthvað færi úrskeiðis í verksmiðjunni. Ráðuneytið mat svo að ekkert bendi til þess að verksmiðjan muni rýra landnýtingarmöguleika nálægra landbúnaðarsvæða. Að lokum segir að ekkert bendi til þess að efnistaka úr sjó sé þáttur í framkvæmdinni.

 

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna upplýsti í samtali við Skessuhorn að finnska fyrirtækið Kemira hafi ekki sótt um lóð á Grundartanga, né hafi fyrirtækið haft nokkuð samband við Faxaflóahafnir um allmargra mánaða skeið vegna umræddrar natríumklóratverksmiðju.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is