Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 10:00

Skallagrímur semur við bandarískan leikmann

Fyrr í vikunni tilkynnti stjórn körfuknattleiks-deildar Skallagríms að samið hafi verið við nýjan leikmann til að leika með liði meistaraflokks karla í úrvalsdeildinni næsta vetur. Nýi leikmaðurinn heitir Haminn Quaintance og er frá Bandaríkjunum. Haminn er 27 ára og 201 cm á hæð. Hann leikur undir körfunni í stöðu framherja og miðherja. Haminn hefur leikið með liðum víða um heim í sterkum deildarkeppnum m.a. með liði Bayeruth í þýsku úrvalsdeildinni, Rio Grande í NBA D-League í Bandaríkjunum og Frankston Blues í suður deild áströlsku úrvalsdeildarinnar. Haminn glímdi við meiðsli síðasta leiktímabil og lék ekki með neinu liði. Síðast lék hann hins vegar með liði Frankston í Ástralíu tímabilið 2010-2011. Þar skoraði hann 17,8 stig og hirti 10,5 fráköst að meðaltali í 26 leikjum.

 

 

 

 

Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Skallagríms í úrvalsdeild karla sagði í samtali við Skessuhorn að von sé á Haminn til landsins um miðjan september. „Haminn er búinn að ná sér af meiðslum. Við búumst við honum til landsins um miðjan september. Hann kemur til með að styrkja liðið verulega undir körfunni,“ sagði Pálmi.

Fyrsti leikur Skallagríms í úrvalsdeildinni verður föstudaginn 7. október gegn liði KFÍ og er leikið á Ísafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is