Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2012 08:01

Hús kyrfilega merkt Íbúðalánasjóði

Í Rifi eru nokkur íbúðarhús sem hafa verið merkt Íbúðalánasjóði. Það voru íbúar sem settu upp merkingarnar til að mótmæla því að á sama tíma og íbúðarhúsnæði vantar í bænum standa byggingar í eigu hins opinbera tómar. Jafnframt er verið að mótmæla umgengni um lóðirnar við húsin. Leigufélag sem átti 16 leiguíbúðir var yfirtekið af Íbúðalánasjóði og standa nú nokkrar af þessum íbúðum tómar og fást ekki útleigðar né keyptar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist vera óhress með tregðu Íbúðalánasjóðs til að leigja eignirnar út. „Ég er búinn að ræða við stjórnarmenn hjá sjóðnum, forstjórann og velferðarráðherra. Við erum líka búin að senda þeim bréf en það gerist ekki neitt. Fólk hefur komið til mín, alveg miður sín, því það er búið að fá vinnu en fær ekkert húsnæði. Þeir hafa verið tregir við að leigja húsin út og bera fyrir sig að samkeppniseftirlitið komi í veg fyrir að Íbúðalánasjóður skekki leigumarkaðinn. Þetta eru ekki rök, þetta er rökleysa. Mér finnst þeir skekkja markaðinn með því að hafa húsin ekki á markaðnum og keyra þannig almennt leiguverð upp. Það gildir allt aðrar reglur með leigumarkaði úti á landi en í Reykjavík.“

Kristinn telur að allir tapi á þessu fyrirkomulagi. „Það eru allir sem tapa á þessu. Sveitarfélagið tapar skatttekjum og Íbúðalánasjóður tapar leigutekjum. Sjóðurinn þarf að bera allan kostnaðinn við eignirnar og við skattgreiðendur þurfum að halda sjóðnum uppi. Það er dýrt að eiga eignir og það er ekki verið að fara vel með almanna fé. Það er mín skoðun,“ segir Kristinn.

 

Ekki náðist í neinn hjá Íbúðalánasjóði sem treysti sér til að tjá sig um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is