Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2012 03:35

Krækiberjasaftin nýtt til víngerðar

Í fyrrasumar eins og núna í sumar var berjaspretta mjög góð. Ekki voru það síst krækiberin sem nóg var af í fyrrasumar. Þau Björgvin Eyþórsson og Ragnheiður Gunnarsdóttir íbúar við Presthúsabraut á Akranesi tíndu eina 90 lítra af krækiberjum og 70 af bláberjum. Úr krækiberjunum gerðu þau saft að stærstum hluta, eða 45 lítra. Þau notuðu saftina til morgundrykkjar áður en farið var til vinnu, en sáu að þau hefðu í sjálfu sér ekkert að gera með alla þessa berjasaft. Björgvin segir að þá hafi komið til tals að brugga vín úr saftinni, enda þekkt að það hafi verið gert.

„Ég fór því að leita að uppskriftum á Netinu og einhverra hluta vegna gekk þar mun betur að finna uppskriftir að krækiberjavíni en víni úr bláberjum. Einhver sagði mér að það væri meiri sterkja í krækiberjunum en bláberjunum og þess vegna hentuðu þau betur til víngerðar,” segir Björgvin, en hann bruggaði rauðvín úr krækiberjunum síðasta haust og fékk blaðamaður Skessuhorns meðal annarra að smakka vín úr þeim árgangi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar þar sem meðal annars má skoða sérblað um náttúrunýtingu á Vesturlandi. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is