Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2012 12:01

Norsk lúðrasveit heldur tvenna tónleika í Borgarfirði í dag

Í dag, föstudaginn 31. ágúst, mun hún halda tvenna stutta tónleika, annars vegar í kirkjunni í Reykholti kl. 13:00 og hins vegar í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis. Kirksæterørens Hornmusikk var stofnuð 1912.  Í fyrra hóf sveitin að undirbúa aldarafmælið og meðal annars veltu menn fyrir sér, hvað hægt væri að gera félögum hennar til góða. Ein hugmyndin var að ferðast m.a. til Íslands. Þegar Íslendingur gekk svo til liðs við hópinn sl. haust, var teningunum kastað; ákveðið var að drífa sig í 4ra daga ferð hingað til lands. Efst á blaði var að koma við í Reykholti og kynnast nánar verkum Snorra Sturlusonar. Stjórnandi sveitarinnar er Per Olav Halvorsen.

 

 

Lúðrasveitin Svanur í Reykjavík hefur aðstoðað Norðmennina varðandi undirbúning. Laugardaginn 1. september munu lúðrasveitirnar taka þátt í Ljósahátíð í Reykjanesbæ. Sveitirnar halda svo sameiginlega tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sama dag, og hefjast þeir kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis. Til gamans má geta þess, að Kirksæterørens Hornmusikk starfar í sveitarfélaginu Hemne í Suður-Þrændalögum, sem hét Hefni hér áður fyrr. Samkvæmt Landnámu er talið að Ingimundur gamli sé fæddur þar. Núverandi prestur á staðnum er íslenskur og er hann afkomandi Ingimundar í 30. lið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is