Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2012 04:01

Á níunda tug skagfirskra kylfinga á Hamarsvelli

Árlegt golfmót burtfluttra Skagfirðinga á suðvesturhorninu, Skagfirðingamótið, fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi laugardaginn 25. ágúst. Er þetta fimmta árið í röð sem mótið er haldið í Borgarnesi. Alls mættu á níunda tug kylfinga til leiks við kuldalegar og vindasamar aðstæður, sem settu sitt mark á skor dagsins. Halldór Halldórsson GSS sigraði í karlaflokki með 32 punkta og í kvennaflokki sigraði Dagný Guðmundsdóttir GÁS með 31 punkt. Halldór átti einnig besta skorið á mótinu, 83 högg, og fékk ein verðlaun til viðbótar ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Matthíasdóttur GSS, sem punktahæsta par mótsins annað árið í röð. Alls voru 28 pör/hjón skráð til leiks. Halldór er héraðsdómari á Norðurlandi vestra og fyrrum markvörður hjá FH. Dagný er framkvæmdastjóri Cintamani og eiginkona Jóns Jósafats Björnssonar úr Borgarnesi.

 

 

 

 

Verðlaun á mótinu eru jafnan mjög vegleg, að þessu sinni veitt fyrir 10 efstu sæti í karla- og kvennaflokki auk nándarverðlauna á par 3 brautum og lengdarverðlauna á 18. holu í báðum flokkum, svo ekki sé nú minnst á úrdráttarverðlaun. Kylfingar úr Skagafirði hafa verið duglegir að aka suður til móts við gamla sveitunga en mótið hefur verið haldið frá árinu 1998 og er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Styrktaraðilar voru 38 fyrirtæki og einstaklingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is