03. desember. 2012 09:01
Hótel Brú í Hafnarskógi í samstarfi við Inger Helgadóttur eiganda gistiheimilisins Borgarnes Bed and Breakfast í Borgarnesi ætlar að verða með heimilismat í hádeginu alla virka daga frá og með deginum í dag, 3. desember. Í samtali við Skessuhorn sagði Inger að þessi kostur verði í boði á meðan endurbætur standa yfir á Hyrnunni við Brúartorg í Borgarnesi en samkvæmt fréttum Skessuhorns mun þeim ljúka næsta vor. „Við höfum þetta heimilislegt og vonumst til þess að fólk taki þessu vel,“ sagði Inger sem væntir þess að sjá sem flesta í hádegismat á Hótel Brú á næstunni.