Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2012 10:18

Snæfell náði fram hefndum á Króknum

Stórkostlegur fjórði leikhluti lagði gruninn að öruggum sigri Snæfells á Tindstóli í 82:67 í 32ja liða úrslitum Poweradebikarnum, en leikurinn fór fram á Sauðárkróki sl. sunnudagskvöld. Þar með náðu Snæfellingar að hefna fyrir tapið gegn Stólunum í úrslitum Lengjubikarsins helgina á undan. Leikurinn á Króknum var sveiflukenndur. Tindastóll heldur betri í byrjun en gestirnir náðu sér síðan á strik og leiddu með tveimur stigum í hálfleik. Leikurinn var síðan jafn fram í síðasta fjórðung, en þá skoruðu Tindastólsmenn einungis níu stig á móti 24 stigum Snæfells.

Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með 17/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Jay Threatt 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 4 stig og Ólafur Torfason 3. Hjá Tindastóli var Þröstur Leó Jóhannsson atkvæðamestur með 26 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is