Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2012 02:46

Hækkun raforku bitnar mest á notendum á köldum svæðum

Landsnet hefur boðað hækkanir á gjaldskrá um næstu áramót þegar flutningur á raforku verður hækkaður um 9% til almennings og 20% til stórnotenda. Samkvæmt breytingunum á gjaldskránni er hækkunin til dreifiveitnanna 9% en þegar tekið hefur verið tillit til hlutfalls flutnings í rafmagnsverði til almennings leiðir þetta til um 1% hækkunar á rafmagnsverði til neytenda. Í tilkynningu frá Landsneti hf segir einnig að gjaldskrá til dreifiveitna hafi verið óbreytt frá 2009 og þrátt fyrir umrædda hækkun gjaldskrárinnar sé hún 7% undir hækkun almennrar verðlagsþróunar frá þeim tíma.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ er jafnframt formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Kristinn gagnrýnir boðaðar verðhækkanir Landsnets á raforkuflutningi. Hann segir þær koma harðast niður á íbúum köldu svæðanna, þeirra sem kynda hús sín með roforku. Hann gefur lítið fyrir rök Landsnets fyrir hækkununum og bendir á að hagnaður Landsnets hafi á síðasta ári numið 840 milljónum króna og hagnaður fyrirtækisins fyrstu sex mánuði þessa árs hafi verið 236 milljónir. Eigið fé félagsins hafi verið 12,7 milljarðar króna í lok júní. Kristinn segir þessa stöðu Landsnets ekki benda til að fyrirtækið þurfi á verðhækkunum að halda.

„Í þessu sambandi vil ég benda á mikilvægi þess að stofnaður verði sérstakur jöfnunarsjóður svo íbúum á köldum svæðum verði hægara um vik að bregðast við verðhækkunum á raforku. Þetta var lagt til af starfshópi sem ég átti sæti í og lagði til í skýrslu sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið í fyrra, um breytingar á niðurgreiðslu til húshitunar,“ segir Kristinn Jónasson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is