Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2012 11:08

Inga Björk fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ

Borgnesingurinn Inga Björk Bjarnadóttir hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga, en verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Verðlaunin eru afhent á alþjóðadegi fatlaðra sem er 3. desember og var það Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur sem afhenti þau. Í umsögn valnefndar sagði að Inga hafi hlotið verðlaunin fyrir að vera öðrum fyrirmynd og fyrir að berjast fyrir bættri þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð. Inga greindist með SMA hrörnunarsjúkdóminn þegar hún var tveggja ára gömul og hefur hún verið bundin við hjólastól frá fjögurra ára aldri. Inga er 19 ára gömul og varð stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar sl. vor. Hún stundar nú nám í listfræði við Háskóla Íslands. Foreldrar hennar eru þau Bjarni Guðjónsson og Margrét Grétarsdóttir. Í samtali við Skessuhorn kvaðst Inga afar þakklát fyrir verðlaunin og segir þau vera mikla viðurkenningu fyrir hennar baráttu. „Það er gaman að sjá að það sem maður er að berjast fyrir er að bera árangur,“ sagði Inga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is