Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 09:01

Bátaskýli á Reykhólum í bið

Bygging nýs bátaskýlis Félags áhugamanna um bátasafn Breiðfirðinga á Reykhólum hefur verið sett á bið um óákveðinn tíma. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt sig frá lóð sem þeir höfðu fengið vilyrði fyrir. Lóð þessi er á nýju uppfyllingunni við höfnina á Reykhólum. Félagið hyggst finna nýjan stað fyrir húsnæðið, sem er fyrst og fremst hugsað sem bátageymsla og aðstaða til bátaviðgerða.  Á vef Reykhólahrepps er haft eftir Hafliða Aðalsteinssyni formanni félagsins að fjárskortur hamli framkvæmdum að sinni og að félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir öðrum sem vildu nýta sér lóðina. „Þarna vakir fyrst og fremst fyrir okkur að vera ekki í vegi þeirra sem vilja skapa varanleg störf í sveitarfélaginu og þess vegna gáfum við þessa lóð eftir. Þessari byggingarlóð hafði ekki verið úthlutað okkur formlega heldur höfðum við aðeins fengið vilyrði fyrir henni.

Síðan vorum við heldur ekki í stakk búnir að reisa húsið strax. Okkur fannst sjálfsagt að hliðra til þegar þannig stóð á, að einhverjir vilji koma þarna og færa störf inn í sveitarfélagið,“ er haft eftir Hafliða á vef Reykhólahrepps. Einnig er haft eftir Hafliða að vilji sé til að hafa skýlið fyrir bátasafnið við sjóinn og helst á Reykhólum eða þar í grennd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is