Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 06:15

Kaupverð Sementsverksmiðjunnar var aldrei greitt

Meint mistök í söluferli Sements-verksmiðjunnar er meðal þess sem kemur fram í áliti fjárlaganefndar vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2010, sem nefndin hefur til umfjöllunar. Fjárlaganefnd óskar eftir að ráðuneytið skili fyrir lok þessa mánaðar skýrslu eða ítarlegu minnisblaði um ferli sölunnar og hvernig staðið var að innheimtu söluandvirðisins. Á grunni þeirrar skýrslu mun fjárlaganefnd gera tillögu um frekari skoðun á málinu ef þörf er á. Sementsverksmiðjan hf. var seld Íslensku sementi ehf. 2. október 2003. Kaupverðið var hins vegar aldrei innt af hendi og gagnrýndi Ríkisendurskoðun hvernig haldið var á þessum málum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis og eftirlitsstofnana sem komu að málinu. Um mitt ár 2011 var staðfestur nauðasamningur fyrir Íslenskt sement ehf., þar sem kröfuhöfum var boðið að greidd yrðu 9,78% af kröfum innan tveggja vikna frá staðfestingu nauðasamnings eða greidd yrðu 19,23% af kröfum með útgáfu skuldabréfs til 15 ára. Ríkissjóður valdi fyrri kostinn og voru tæpar 12 millj. kr. greiddar í ríkissjóð í júlí 2011.

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni sem kom út í morgun.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is