Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2012 11:35

Góð reynsla af starfstengdu námi í Stóriðjuskóla Norðuráls

Stóriðjuskóli Norðuráls hóf göngu sína í byrjun þessa árs. Að sögn Steinunnar Kristínar Pétursdóttur fræðslustjóra Norðuráls er markmiðið með skólanum að auka hæfni ófaglærðs starfsfólks og iðnaðarmanna og bæta þannig árangur í rekstri. „Vonast er til að þeir sem ljúka stóriðjunáminu muni öðlast meiri starfsánægju og sjálfstraust með aukinni færni, þekkingu og skilningi á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Aukin þekking starfsfólks muni svo aftur stuðla að skilvirkari framleiðslu, öruggara vinnuumhverfi, bættri stjórnun, gagnkvæmum skilningi og aukinni samvinnu,“ segir Steinunn Kristín. Þá segir hún að stofnun Stóriðjuskólans megi ekki síst rekja til kjaraviðræðna, verkalýðsfélaganna og stjórnanda Norðuráls, þar sem vilji beggja aðila stóð til að koma á fót starfstengdu námi í stóriðjunni.

 

 

 

Brú milli menntastofnana og atvinnulífs

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi rekur Stóriðjuskóla Norðuráls, en skólinn er byggður á námskrá sem er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nám í Stóriðjuskólanum fór af stað í janúar sl. Í skólanum er nú 31 starfsmaður Norðuráls. Grunnnámið í Stóriðjuskólanum spannar þrjár annir og er nemendum kennt í tveimur hópum, öðrum hópnum á miðvikudegi og hinum á föstudegi. „Við komum síðan til með að bjóða upp á framhaldsnám næsta haust sem verður þrjár annir. Símenntunarmiðstöðin gerði formlegan samning við Fjölbrautaskóla Vesturlands um að fá kennara þaðan til að taka þátt í verkefninu. Einnig koma kennarar frá Símenntun sem og sérfræðingar Norðuráls að kennslunni," segir Inga Dóra.

 

Lesa má umfjöllun um Stóriðjuskóla Norðuráls í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is