Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2012 08:01

Úrskurðarnefnd stöðvar framkvæmdir við Bugavirkjun

Bændur á Eystri- og Vestri Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit hafa lengi horft til hagkvæmni þess að koma upp heimavirkjun og rafstöð við Bugalæk sem fellur í Leirá. Bændurnir voru búnir að fá bæði byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir gerð stíflu og 1,5 ferkílómetra miðlunarlóns. Þeir voru að hefja framkvæmdir við byggingu stíflunnar, búnir að grafa fyrir henni, þegar bréf barst frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sem komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdir við Bugavirkjun skuli stöðvaðar meðan kæra um framkvæmdaleyfi er til meðferðar fyrir nefndinni. Það var Leirárskógar ehf. sem kærði ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 23. október sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir virkjuninni og jafnframt ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 8. nóvember sl. um að veita byggingarleyfi fyrir stíflu Bugavirkjunar.

Leirárskógar ehf. eiga landspildu þar sem Bugalækur rennur í Leirá, en það er um 800 metra frá áformaðri stíflu. Framkvæmdirnar eru stöðvaðar m.a á þeim forsendum að vegna gerðar miðlunarlóns þurfi sérstakt leyfi Orkustofnunar samkvæmt lögum. Magnús Hannesson bóndi á Eystri Leirárgörðum segir að það hafi ekki verið inni í leiðbeiningum frá iðnaðarráðuneyti en undirbúningur virkjunarinnar hófst haustið 2010. Það að sérstakt leyfi þyrfti frá Orkustofnun fyrir lóni hafi síðan verið sett inn í vatnalög, ákvæði sem tók gildi haustið 2011. Nú er búið að sækja um þetta leyfi og það var samþykkt 22. nóvember sl. Byggingafulltrúinn í Hvalfjarðarsveit segir að því séu öll leyfi til staðar, en fyrst málið sé komið til umfjöllunar kærunefndar umhverfismála eigi nefndin eftir að fjalla um það og bíða þurfi úrskurðar nefndarinnar.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is