Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2012 11:19

Einstefna Snæfells í Vesturlandsslagnum

Íþróttahúsið í Stykkishólmi var hlaðið spennu í gærkveldi þegar Vesturlandsliðin í Dominos deildinni mættust í fyrsta skipti eftir nokkurra ára hlé í deildinni. Alltaf er stemning þegar nágrannalið takast á og sú varð raunin nú þegar hin landbúnaðartengdu lið mættust; Fjósamenn úr Borgarnesi og Fjárhúsfólkið í Hólminum. Fyrirfram voru líkurnar Snæfellsmegin enda er liðið nú á toppi deildarinnar og í miklu stuði. Skallagrímsmenn glíma hins vegar við meiðsli lykilmanna og lék Páll Vilberg t.d. ekki með og virðist það hafa allt að segja.  Snæfell byrjaði betur á fyrstu mínútunum en hleyptu þó Skallagrími yfir í stöðunni 13:14. Snæfellingar hittu um tíma illa í sóknum þrátt fyrir góð færi og á móti ætluðu Skallagrímsmenn að selja sig dýrt. Staðan eftir fyrsta hluta var jöfn 20-20.

Heimamenn hresstust heldur betur í öðrum leikhluta og voru þeir Nonni Mæju, Sigurður Þorvalds og Pálmi Freyr sem settu nokkur langskot og staðan skyndilega orðin 39-23. Skallagrímur náðu eftir það heldur að jafnavægisstilla leik sinn og var staðan 66:46 fyrir Snæfelli í hálfleik.

 

Þriðji leikhluti hófst líkt og annar með því að Snæfell hélt tempóinu og lét ekki slá sig útaf laginu þótt Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir gætu. Þeir réðu þó þeir ekkert við Pálma Frey sem var í miklu stuði. Staðan var 77-52 fyrir Snæfell fyrir síðasta fjórðung og ljóst hvert stefndi. Snæfell sigraði að endingu auðveldlega 98-81 en Skallagrímsmenn náðu að saxa lítillega á forskotið undir lokin.

 

Hjá Snfæfelli var Pálmi Freyr atkvæðamestur með 25 stig, Jón Ólafur setti 21, Jay Threatt með 18 og þeir Asim McQueen og Sigurður Þorvaldsson með 14. Hjá Skallagrími setti Carlos Medlock 28 stig og Hamin Quaintance 18. Sigmar, Davíð, Orri og Birgir settu þetta 4 til 9 stig hver og aðrir minna.

 

Eftir leikinn er Snæfell á toppi deildarinnar með 14 stig en Skallagrímur með sömu sex stigin og hafa lengi verið í húsi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is