Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2012 01:04

Byrjað á þriggja milljarða framkvæmdum hjá Norðuráli

Norðurál undirritaði í dag verksamning við Íslenska aðalverktaka um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Samningurinn er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingaverkefni Norðuráls þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka álframleiðslu um allt að 50 þúsund tonn á ári. Stærstu verkþættir eru stækkun aðveitustöðvar, umfangsmikil endurnýjun í skautsmiðju og notkun stærri rafskauta. Heildarkostnaður við verkefnið verður á annan tug milljarða króna en kostnaður við fyrsta áfangann nemur þremur milljörðum.

 

 

 

 

Verkefnastjórar í þessu verkefni verða Sigurður Arnar Sigurðsson frá Norðuráli, Höskuldur Tryggvason frá ÍAV og Pétur Örn Magnússon frá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar. „Öryggi starfsmanna og umhverfismál eru í forgangi hjá Norðuráli sem hefur samið við verkfræðistofuna EFLU um byggingar- og öryggisstjórnun sem verður í höndum Sigurjóns Svavarssonar,“ segir í tilkynningu frá Norðuráli. Verkið er hafið og er nú þegar búið að steypa 150 rúmmetra af undirstöðum undir aðveitustöðina. Verklok eru áætluð á haustmánuðum 2013.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is