Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2012 08:01

Komu manni til aðstoðar á Snæfellsjökli

Björgunarsveitirnar Lífsbjörg og Klakkur á Snæfellsnesi leituðu sl. föstudagskvöld manns sem villtist við Snæfellsjökul. Hafði hann farið upp að jöklinum fyrr um daginn en fest hjól sitt og hugðist hann sækja það síðar um kvöldið. Ekki vildi betur til en svo að hann missti áttir enda var hann ókunnur aðstæðum á svæðinu og varð því óttasleginn þegar myrkur skall á og hringdi því eftir aðstoð.  Maðurinn var í símasambandi við björgunarsveitir, en þar sem hann er af erlendu bergi brotinn gekk honum illa að lýsa þeirri leið sem hann fór til að sækja hjólið sitt eða þeim stað sem hann fór upp. Eftir að björgunarsveitir útveguðu túlk fóru aðstæður að skýrast og sáu björgunarmenn til mannsins þar sem hann blikkaði vasaljósi sínu. Var hann staddur á Eysteinsdalsvegi en þar var mikil ófærð. Ekkert amar þó að manninum og fékk hann aðstoð til byggða heill á húfi.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is