Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2012 10:51

Sætur sigur Snæfellskvenna í Ljónagryfjunni

Hann var sætur sigurinn hjá Snæfellskonum á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur þegar liðin mættust í Dominós deildinni sl. laugardag í Ljónagryfjunni suður með sjó. Leikurinn var fremur jafn allan tímann en Snæfellskonur engu að síður með frumkvæðið. Lokatölur urðu 70:68 og Snæfell er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar milli toppliðs Keflavíkur og KR, sem bæði unnu sína leiki. Hólmarar leiddu 25:31 í hálfleik og voru áfram við stýrið í þriðja leikhluta þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir fór oft ansi illa með Njarðvíkurvörnina. Heimakonur bitu þó hressilega frá sér á lokasprettinum og hefðu hæglega getað stolið sigrinum, en slæm nýting í teignum og á vítalínunni á ögurstundu varð þeim að falli.

Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í liði Snæfells með 28 stig og 6 fráköst. Kieraah Marlow kom næst með 12 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst. Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 10 stig, Hildur Sigurðardóttir og Alda Leif Jónsdóttir 9 stig hvor og Ellen Alfa Högnadóttir 2.

 

Næsti leikur Snæfellskvenna verður í Hólminum næstkomandi miðvikudag. KR-ingar koma þá í heimsókn og verður það síðasti leikur kvennaliðs Snæfells í deildinni á þessu ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is