Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 10:01

Málar náttúrumyndir með olíulitum

Þórey Ólafsdóttir er ung tveggja barna móðir í Ólafsvík. Hún hefur teiknað myndir með blýanti frá því hún man eftir sér, en fyrir um það bil ári síðan byrjaði hún að gera málverk með akrýl- og olíulitum, án þess að hafa lært nokkuð né farið á námskeið í málun. Þórey er uppalin í Geirakoti í Fróðárhreppi og vinnur á Hótel Hellissandi ásamt því að vera í fjarnámi í heilsunuddi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Þóreyjar og ræddi við hana um myndlistina.

Þórey hefur teiknað lengi en langaði alltaf að prófa að mála. „Ég var alltaf teiknandi þegar ég var krakki. Mig langaði þó alltaf að prófa að mála og í myndmennt í grunnskóla prófaði ég aðeins að mála á pappír. Ég ætlaði mér lengi að fara í Myndlistarskólann, alveg frá því að ég var í grunnskóla. Ég bjó samt út á landi og það var ekki auðvelt að láta verða af því. Núna er ég komin með tvö börn þannig að ég get það eiginlega ekki, en það getur þó vel verið að maður láti verða af því einhvern daginn. Það er aldrei að vita nema maður fari í förðunarfræði eða snyrtifræðinginn eftir nuddið. Ég ætla allavega að gera eitthvað meira og það er ýmislegt sem ég stefni á,“ segir Þórey.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is