Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2012 12:01

Framkvæmdir Landsnets á Grundartanga ganga vel

Framkvæmdum miðar vel við byggingarhluta launaflsvirkis sem Landsnet er að reisa norðvestan lóðar Norðuráls á Grundartanga. Áætlað er að byggingarmannvirkið verið tilbúið næsta vor og þá geti hafist uppsetning búnaðar. Gert er ráð fyrir að virkið verði tilbúið í rekstur haustið 2013. Samið var við ABB í Svíþjóð um kaup á búnaði í launaflsvirkið og er framleiðsla hans í fullum gangi. Að sögn Árna Sæmundssonar verkefnisstjóra Landsnets fyrir framkvæmdinni er áætlað að á næstu árum rísi nýtt tengivirki norðvestan lóðar Norðuráls. Virkið mun verða byggt upp í áföngum þar sem fyrsti áfangi er bygging launaflsvirkisins. Það mun auka gæði raforku til iðnaðar og almennra notenda innan sveitarfélagsins, einkum með því að draga úr spennusveiflum og spennuflökti í venjulegum rekstri og við truflanir í flutningskerfinu. Vinna við byggingarvirkið hófst síðasta sumar og var samið við Þrótt á Akranesi um jarðvinnu sem lauk í ágúst. Það er Ístak sem sér um byggingarmannvirkið og miðar þeim framkvæmdum vel.

Árni Sæmundsson verkefnisstjóri segir að til framtíðar muni tengivirkið tryggja næga raforkuafhendingu fyrir núverandi starfsemi og til nýrra fyrirtækja á svæðinu, en þeir munu tengjast nýja tengivirkinu. Með tilkomu virkisins skapist auknir möguleikar að afhenda raforku til minni og meðalstórra orkukaupenda á Grundartanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is