Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2012 02:50

Ætla að stofna frumkvöðlasetur og tæknigarð

Til stendur að koma á laggirnar frumkvöðlasetri og tæknigarði á Reykhólum. Í vikunni sem leið var haldinn kynningarfundur um verkefnið sem Reykhólahreppur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu að. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri tók þátt í undirbúningsvinnu fyrir setrið: „Ég og Andrea Björnsdóttir oddviti vorum í vinnuhópi um setrið ásamt fulltrúa frá Nýsköpunarmiðstöð. Þeir eru stjórnendur í þessu verkefni en þetta verður samstarfsverkefni þessara tveggja stofnana og fleiri. Við ætlum að láta af þessu verða og er atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið þegar búið að setja 750.000 krónur í verkefnið. Við vonumst til að þetta verði rannsóknasetur og að Þörungaverksmiðjan komi að þessu einnig. Áætlanir okkar eru í þá veru að í setrinu fari fram nýsköpun og hún verði til stuðnings við fyrirtæki á svæðinu, einkum rannsóknir en jafnframt að þar verði einhver framleiðsla einnig,“ segir Ingibjörg.

Nú eru tvö fyrirtæki að hefja rekstur á Reykhólum, annað vinnur fæðubótarefni úr þara og hitt mun vinna salt úr sjó. „Það er þegar komið ýmislegt á laggirnar sem hægt er að framleiða annað hvort í nýja setrinu eða af öðrum aðilum á svæðinu. Þetta verður mikið stuðningsnet við fyrirtækin sem eru að rísa hérna á Reykhólum. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu og það er mikið að gerast núna,“ segir Ingibjörg.

 

Á vef Reykhólahrepps er sagt frá því að á kynningarfundinum hafi Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands tekið til máls. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að setrið yrði rekið af sveitarfélaginu, Þörungaverksmiðjunni, NMÍ og ef til vill fleirum og hét hann því að senda drög að stofnsamningi um setrið vestur innan tíu daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is