Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 01:01

Fjárhagsmál Grundarfjarðar kynnt íbúum

Á þriðjudaginn var haldinn íbúafundur í Samkomuhúsinu í Grundarfirði þar sem farið var yfir fjárhagslega stöðu Grundarfjarðarbæjar. Í árslok 2011 voru skuldir sveitarfélagsins 212% af reglulegum tekjum, en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150%. Grundarfjarðarbær fékk hagfræðinginn Harald L. Haraldsson til að gera úttekt á rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Haraldur bar gögn Grundarfjarðarbæjar saman við gögn samsvarandi sveitarfélaga að stærð og íbúafjölda. Í skýrslu sem Haraldur gerði, kemst hann að þeirri niðurstöðu að stofnanir Grundarfjarðarbæjar séu almennt vel reknar og útgjöldum haldið niðri. Segir hann að stærstu vandamálin séu tekjuhlið bæjarins og miklar skuldir. Í skýrslunni spyr hann hvort að reiknireglur, sem unnar eru við útdeilingu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, hafi leitt til þess að Grundarfjarðarbær komi illa út í samanburði við sambærileg sveitarfélög hvað tekjur varðar.

Finna lausnir með kröfuhöfum

Haraldur leggur fram nokkrar tillögur að því hvernig hægt væri að bæta rekstur Grundarfjarðarbæjar og farið var yfir þær á fundinum í gær. Lagði hann þar á meðal til að kannað verði hvort hægt sé að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum og að lögð verði áhersla á við forstöðumenn stofnana að óheimilt sé samkvæmt sveitarstjórnarlögum að fara fram úr fjárheimildum. Hann segir ennfremur að neikvæð rekstrarútkoma hafi gert sveitarfélaginu erfitt að standa í skilum með afborganir á lánum. Undanfarin ár hafi afborganir að stórum hluta verið fjármagnaðar með nýjum lántökum. „Ljóst er að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Haraldur.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is