Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 06:18

Landsbankinn styrkir vitann á Breið myndarlega

Nýverið voru tólf styrkir veittir úr Þróunarsjóði Landsbankans og atvinnuvegaráðuneytisins. Samtals var úthlutað 31,1 milljón króna til ferðamála og var þetta önnur úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 56 styrkumsóknir að þessu sinni. Í fyrri úthlutun sjóðsins voru veittar 38,9 milljónir til 20 verkefna. Að þessu sinni var einn styrkur veittur til aðila á Vesturlandi. Magnús Freyr Ólafsson sótti um styrk í forsvari nokkurra aðila sem tengjast gamla vitanum á Breið á Akranesi og var veittur einnar milljónar króna styrkur til verkefnisins. Það gengur út á að vinna að skipulagningu heimsókna ferðamanna í stóra vitann sem býður upp á einstakt útsýni og tækifæri til ljósmyndunar. Þeir aðilar sem koma að verkefninu eru: Farfuglaheimili Akraness, Vitinn – Félag áhugaljósmyndara á Akranesi, Akraneskaupstaður, Galito veitingastaður og Markaðsstofa Vesturlands.

Sömu aðilar ætla einnig að sækja um styrk til Vaxtarsamnings Vesturlands og ef hann fæst fara nokkur verkefni af stað sem gætu verið áhugaverð, að sögn Magnúsar Freys Ólafssonar.

 

Þróunarsjóðurinn Landsbankans var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið en markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímann á Íslandi með því að efla starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannar. Landsbankinn lagði upprunalega 40 milljónir í sjóðinn og atvinnuvegaráðuneytið 30 milljónir sem átti að úthluta í tvennu lagi. Nú hefur verið ákveðið að framlengja starfsemi sjóðsins og á næsta ári verða 35 milljónir króna veittar í styrki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is