Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 02:01

Langþráður sigur Skagamanna

ÍA vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær þegar liðið bar sigurorð af Augnabliki á útivelli í Kópavogi 71:92. Skagamenn mættu einbeittir til leiks og höfðu yfirhöndina allan leikinn. Það var helst í fyrsta leikhluta sem jafnræði var með liðunum, en gestirnir sigu þó fljótlega fram úr og höfðu yfir 23:14 að leikhlutanum loknum. Skagamenn héldu áfram að sækja fram í öðrum leikhluta og juku forskotið í 30:45 áður en gengið var til hálfleiks. Heimamenn í Augnabliki náðu ekki að breyta leiknum sér í hag í seinni hálfleik því Skagamenn voru greinilega mættir til þess að sigra í leiknum og ekki í skapi til að missa forystuna niður. Gestirnir juku enn við forystuna og náðu mest 30 stiga forskoti um miðbik lokaleikhlutans.  Augnablik náði að saxa muninn örlítið áður en leikurinn endaði sem breytti því þó ekki að ÍA uppskar stórsigur, 71:92.

 

 

 

Stigahæstur í liði ÍA var Lorenzo Lee McClelland með 26 stig og 9 stoðsendingar. Hörður Nikulásson átti einnig góðan dag og skoraði 19 stig sem og Áskell Jónsson sem skoraði 16 stig. Birkir Guðjónsson var með 8 stig og þá skoruðu þeir Sigurður Rúnar Sigurðsson 7, Dagur Þórisson 6, Ómar Örn Helgason 5, Erlendur Ottesen 3 og Guðjón Jónasson 2.

 

Þetta var síðasti leikur Skagamanna fyrir jól og því kærkomið að fara með sigur með sér í jólafríið. Með sigrinum lyfti liðið sér úr botnsæti 1. deildar í áttunda sæti. Næsti leikur ÍA fer fram föstudaginn 11. janúar þegar liðið fær Reyni Sandgerði í heimsókn á Akranes.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is