Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 08:01

Nýr slökkviliðsbíll væntanlegur í Stykkishólm

Fulltrúar Slökkviliðs Stykkishólms fóru nýverið til Hollands þar sem kaup voru fest á nýjum slökkviliðsbíl af gerðinni Mercedes Benz 1124, árgerð 1997. Bílinn kostar 13 milljónir króna en með bílnum fylgir aukabúnaður að verðmæti sex milljónir og þar með talið hitamyndavél. Þorberg Bæringsson slökkviliðsstjóra Stykkishólms um kaupin. „Bíllin kemur með öllu beint frá slökkviliði í Hollandi; slöngum, 90 metrum af háþrýstibúnaði, klippum og hitamyndavél. Á honum er 2400 lítra tankur og við teljum okkur hafa gert mjög góð kaup og erum stolt af nýja bílnum. Við munum líklega ekki fá hann hingað heim fyrir jól en það mun þá væntanlega gerast á milli hátíða. Ég er mjög sáttur við bílinn og tel það mjög gott að við höfum náð því að kaupa þennan bíl,“ segir Þorbergur Bæringsson slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn.

Fyrir á slökkviliðið tvo aðra slökkviliðsbíla; Benz og Bedford en Þorbergur segir að Bedfordinn verði vonandi seldur eða honum lagt enda kominn verulega til ára sinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is