14. desember. 2012 08:01
Fulltrúar Slökkviliðs Stykkishólms fóru nýverið til Hollands þar sem kaup voru fest á nýjum slökkviliðsbíl af gerðinni Mercedes Benz 1124, árgerð 1997. Bílinn kostar 13 milljónir króna en með bílnum fylgir aukabúnaður að verðmæti sex milljónir og þar með talið hitamyndavél. Þorberg Bæringsson slökkviliðsstjóra Stykkishólms um kaupin. „Bíllin kemur með öllu beint frá slökkviliði í Hollandi; slöngum, 90 metrum af háþrýstibúnaði, klippum og hitamyndavél. Á honum er 2400 lítra tankur og við teljum okkur hafa gert mjög góð kaup og erum stolt af nýja bílnum. Við munum líklega ekki fá hann hingað heim fyrir jól en það mun þá væntanlega gerast á milli hátíða. Ég er mjög sáttur við bílinn og tel það mjög gott að við höfum náð því að kaupa þennan bíl,“ segir Þorbergur Bæringsson slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn.