Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 07:01

Óvissa framtíðarinnar réði för

Í lokakeppni Stíls, hönnunarkeppni Samfés, sem fram fór í Hörpu í Reykjavík laugardaginn 24. nóvember sl. náði lið félagsmiðstöðvarinnar Hosíló á Bifröst fjórða sæti fyrir heildarhönnun. Það eru nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar sem sækja starf  Hosiló á Bifröst en lið félagsmiðstöðvarinnar í Stíl í ár skipuðu þær Stella Dögg Blöndal, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir og Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, allar nemendur í deild skólans á Kleppjárnsreykjum. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá þá var þema keppninnar í ár framtíðin og voru atriðin metin af dómnefnd eftir því hversu vel keppendur náðu að taka mið af því ókannað svæði sem framtíðin er í hönnun sinni.

 

 

 

Hönnun stelpnanna lýsti sér þannig að þær gerðu kjól sem var heimurinn sjálfur og klukkan sem gengur í honum. Hendur módelsins áttu að tákna vísa sem tifa í klukkunni. Pilsið var úr svampi og efnið sem saumað var á hann var úr bómullarefni. Bolur og Buxur voru úr spandex efni. Tölurnar í klukkunni voru skornir út úr frauðplasti og lakkaðir. Hárið var litað með pastelkrítum og táknuðu litirnir allt það sem gerist og verður í framtíðinni. „Við trúum að framtíðin sé björt og er það táknað með ljósaseríum í hári og undir pilsinu. Við vitum ekki hvað gerist í framtíðinni en við vitum að hún kemur með komandi tíma,“ segir í lýsingu liðsins á atriði sínu.

 

Undirbúningurinn tók sinn tíma og lögðu stelpurnar í liðinu mikla vinnu í gerð atriðisins. „Við unnum hvern einasta dag í búningagerð í tvær vikur. Jörðin var saumuð á svampinn, tölustafir skornir út og lakkaðir, skór skreyttir, buxur saumaðar og fleira. Einnig þurfti að skila inn möppu og var ein nóttin tekin í að búa hana til og hanna,“ segja þær. Á keppnisdeginum fengu hönnuðirnir, Stella og Freyja, tvo klukkutíma til að farða, greiða og klæða Svövu sem var módel. Gekk atriðið mjög vel og við voru þær hæstánægðar með lokaútkomuna, sem var fjórða sæti af 58.

 

Ljóst er að árangur Borgfirðinga var mjög góður í Stíl þetta árið en lið Félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi fékk einnig í keppninni verðlaun fyrir bestu förðunina. Sköpunargáfa og framtaksvilji býr því augljóslega í ungdóminum þar um slóðir um þessar mundir og verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun nýtast þessum efnilegum stúlkum í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is