Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 08:42

Síld veður á land í Kolgrafafirði í gríðarlegu magni

Svo virðist sem í uppsiglingu sé mikið umhverfisslys í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi en í dag hefur gríðarlegt magn af síld hreinlega synt á land og drepist. Samkvæmt lýsingum sjónvarvotta er magn dauðrar síldar nú talið í a.m.k. hundruðum tonna. Ábúendur á Eiði við Kolgrafafjörð áætla að síldarflekkurinn nú síðdegis sé um ferkílómetri að stærð. Starfsmaður Hafró í Ólafsvík hefur í dag unnið við sýnatöku í firðinum. Menn frá Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði voru í gær við dýptarmælingar inni á Kolgrafafirði og urðu varir við gríðarlegt magn af síld. Eftir mælingar þeirra og vísindamanna í fyrravetur á magni síldar þá inni á firðinum, áætlaði Hafró að 285 þúsund tonn hefðu verið inni í firðinum þá. Runólfur Guðmundsson hjá GRun áætlar að nú, og ítrekar að hann styðjist við sjónmat sitt, hafi magnið nú verið meira ef eitthvað er þannig að gera megi ráð fyrir að á fjórða hundrað þúsund tonna af síld séu í Kolgrafafirði. Þessi síld gæti allt eins öll verið að drepast.

Um ástæður þess að síldin gangi á land nú segir Runólfur að hvorki hann né aðrir geti fullyrt neitt. Eitthvað óvenjulegt sé þó að gerast í náttúrunni. Telur hann þó ólíklegt að kenna megi súrefnisskorti um, allt eins megi varpa fram þeirri tilgátu að undirkæling á fjarðarbotninum sé að verða vegna veðuraðstæðna, frosts, stillu og bjartviðris, og sé síldin því vönkuð og hreinlega að flýja kuldann og rati ekki undir brúna og út á Breiðafjörðinn aftur. Fleiri vísindamenn eru væntanlegir á svæðið í kvöld og á morgun og verður m.a. hitastig og súrefni mælt auk sýnatöku af dauðri síld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is