Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 11:01

Lífsglaðar Maríusystur í Hólminum

Áratuga hefð er fyrir því að börn og unglingar í Stykkishólmi eigi góð samskipti við nunnurnar á spítalanum. St. Franciskussystur ráku lengi barnaheimili og leikskólann í Stykkishólmi, eins og kunnugt er, auk þess sem þær voru með félagsstarf fyrir börn á skólaaldri. Eftir að Franciskussystur hættu starfsemi sinni hér tóku Maríusystur við keflinu en koma þó ekki að rekstri eða starfsemi spítalans. Þær eru aðeins þrjár talsins og sinna margvíslegri þjónustu við kaþólska íbúa á Snæfellsnesi og eru vinsælar og drífandi í barna- og unglingastarfinu.

 

 

 

Það eru þó ekki aðeins kaþólskir sem njóta krafta þeirra því þær systur heimsækja dvalarheimilin og nú á aðventunni buðu þær öllum nemendum Grunnskólans í Stykkishólmi í heimsókn. Stundin byrjaði á því að systurnar sýndu kapelluna og síðan ræddu þær um jólahaldið við krakkana en að því loknu var farið í leiki þar sem reyndi á leikni og samvinnu hópanna. Að því loknu þáðu krakkarnir veitingar og spjölluðu við systurnar.

 

Það var mikið fjör í heimsókn elstu nemendanna og mátti vart á milli sjá hvorir skemmtu sér betur; krakkarnir eða systurnar. Það er kannski tímanna tákn að þessar lífsglöðu systur byrja oft daginn á körfuboltaæfingu í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Þær eru reyndar á öðrum tíma en úrvalsdeildarliðin og eru búnar áður en skólaíþróttirnar hefjast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is