Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 09:40

Snæfell lá í toppslagnum við Þór

Hörku toppslagur í körfunni fór fram í Stykkishólmi í gær í Dominosdeildinni þegar topplið Þórs frá Þorlákshöfn kom í heimsókn og mætti Snæfelli sem var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir að bæði lið væru með 14 stig ásamt Grindavík. Þór hafði aldrei unnið deildarleik í Hólminum áður en það tókst þeim að þessu sinni eftir mikla baráttu. Þorlákshafnarbúar verða því á toppi deildarinnar yfir hátíðirnar, en lokatölur í leiknum voru 97:92. Leikurinn var bráðskemmtilegur á að horfa. Mikil barátta hjá liðunum sem bæði eru þekkt fyrir sterka vörn og frábærar skyttur. Snæfellingar byrjuðu mun betur, vörnin ákveðin og sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél.

Það sem hélt Þórsurum á floti framan af fyrsta leikhluta voru þriggja stiga skot Grétars Inga og þau dugðu til að koma félögum hans í gang, því staðan var 23:22 fyrir Snæfelli við lok leikhlutans. Heimamenn leiddu lengst af öðrum leikhluta en Þór náði að jafna og komst svo í fjögurra stiga forystu, 44:48, rétt fyrir leikhlé.

 

Leikur Snæfellinga var köflóttur í þriðja leikhluta þar sem Þórsarar fóru á kostum í þriggja stiga skotum. Munurinn varð þó aldrei mikill fyrr en Þór skoraði tíu stig í röð. Er leiktíminn var að renna út setti gamla brýnið Darrell Flake þrist langt utan af velli. Þar sem að brotið var á honum í skotinu fékk hann vítaskot að auki sem hann nýtti vel og kom Þórsurum í 66:77 fyrir lokafjórðunginn. Munurinn hélst þetta 9-11 stig mestallan leikhlutann. Snæfellingar pressuðu stíft undir lokin og náðu að minnka forystu Þórsara niður í þrjú stig á síðustu mínútunni en það dugði ekki til og Þórsarar héldu út og fögnuðu sínum fyrsta deildarsigri í Hólminum.

 

Hjá Snæfelli var Asim McQueen atkvæðamestur með 22 stig og 15 fráköst, Jay Threatt 20/4 frák/8 stoðs., Jón Ólafur Jónsson 19/7 frák., Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 6/5 frák. og Stefán Karel Torfason 2. Hjá Þór voru útlendingarnir langstigahæstir, Benjamin C Smith 23 og David Jackson 22 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is